- +

Mömmukökur

Kökur
125 gr smjör
250 gr síróp
125 gr sykur
1 stk. egg
500 gr hveiti
1 tsk. engifer
1 tsk. matarsódi
1 tsk. kanill

Krem
100 gr smjör, mjúkt
150 gr flórsykur
1 stk. eggjarauða
1 tsk. vanilludropar

 


Aðferð:
Hitið smjör, síróp og sykur saman að suðu, kælið. Bætið eggi út í og blandið saman. Bætið þurrefnum út í og hrærið þar til úr verður sprungulaust deig. Látið deigið bíða á köldum stað yfir nótt. Hitið ofninn í 180°C. Fletjið deigið frekar þunnt út og stingið út kringlóttar kökur. Raðið á ofnplötur og bakið í u.þ.b. 6-8 mín. Kælið.
Krem:
Hrærið allt vel saman. Leggið kökurnar saman, tvær og tvær, með smjörkreminu á milli. Geymið kökurnar á köldum stað eða í frysti og berið fram hvenær sem færi gefst.