- +

Mjúkar súkkulaðibitakökur

Innihald:
150 g smjör
¾ bolli ljós púðursykur
¼ bolli sykur
1 stk stórt egg
2 tappar vanilludropar
2 bollar hveiti
¼ bolli vanillubúðingsduft
1 tsk lyftiduft
salt á hnífsoddi
1 poki litaðar perlur (t.d. frá Nóa eða M&M)
1 poki hvítir súkkulaði kosum dropar

Aðferð:

1. Hrærið saman smjör, sykur, egg og vanilludropa á miklum hraða í um 4 mínútur.
2. Bætið við hveiti, búðingsdufti, lyftidufti og salti og hrærið saman í um 1 mínútu.
3. Að lokum er perlunum og súkkulaðidropunum bætt við og hrært saman í nokkrar sekúndur.
4. Myndið kúlur úr deiginu og raðið á ofnplötu með bökunarpappír.

Bakið við 180 gráður í 11-12 mínútur. Fjarlægið kökurnar varlega af bökunarplötunni með spaða og látið standa í um 10 mínútur.

Kökurnar geymast í viku við stofuhita og 6 mánuði í frysti. 

Höfundur: Gígja S. Guðjónsdóttir