- +

Marengsterta með vínberjum og súkkulaðirúsínum

Marengs:
8 stk. eggjahvítur
440 g sykur
1½ tsk. lyftiduft

Fylling:
½ l rjómi frá Gott í matinn
½ tsk. vanillusykur
20 stk. vínber
100 g súkkulaðirúsínur
4 stk. kókosbollur

Súkkulaðikrem:
3 stk. Mars eða um 200 g af súkkulaði
50 g smjör
3 stk. eggjarauður
4 msk. flórsykur

Aðferð:

Eggjahvíturnar eru þeyttar og sykrinum blandað varlega saman við.

Hrært þar til blandan er orðin stífþeytt.

Lyftiduftinu er þá blandað varlega saman við. 

Marengsblandan er sett á bökunarpappír, um 28 cm að stærð og botnarnir bakaðir við 130°C hita í um 1 ½ klst. 

Til að búa til fyllinguna er rjóminn þeyttur og vanillusykrinum blandað saman við.

Vínberin eru þá skorin og blandað saman við rjómann ásamt súkkulaðirúsínunum.  

Rjómafyllingin er sett yfir neðri botninn og kókósbollurnar kramdar yfir rjómann.  Þá er efri botninn settur ofan á. 

Til að búa til súkkulaðikremið þarf að bræða smjör og súkkulaði/mars yfir vatnsbað. Súkkulaðiblöndunni er leyft að kólna.

Á meðan eru eggjarauðurnar og sykurinn þeytt vel saman.  Súkkulaðið er síðan blandað saman við eggjablönduna. 

Súkkulaðikremið er sett yfir rétt áður en kakan er borin fram. 

Höfundur: Hjördís Dögg Grímarsdóttir