Menu
Ljúffeng terta með súkkulaðirjóma, marengs og kókosbollum

Ljúffeng terta með súkkulaðirjóma, marengs og kókosbollum

Þessi ljúffenga terta er sannkölluð afmælisbomba og best er að setja á hana deginum áður en hún er borin fram en þá nær hún að blotna vel.

Innihald

1 skammtar

Svampbotn:

egg
sykur
hveiti
kartöflumjöl
lyftiduft

Marengsbotn:

sykur
eggjahvítur

Fylling:

kókosbollur
Nutella
rjómi frá Gott í matinn
jarðarber
Oreo kexkökur

Toppur:

rjómi frá Gott í matinn
kakó
skreytt með Oreo kexi og jarðarberjum

Svampbotn

  • Hitið ofninn í 170 gráðu hita með undir- og yfirhita.
  • Setjið smjörpappír í kringlótt smelluform um, 22 cm að stærð.
  • Þeytið egg og sykur saman þar til blandan verður ljós og létt.
  • Sigtið kartöflumjöl og hveiti í skál og blandið saman ásamt lyftiduftinu.
  • Blandið hveitiblöndunni saman við eggjablönduna með sleif og hrærið varlega þar til allt hefur blandast vel saman.
  • Bakið í rúmlega 30 mínútur.
  • Kælið botninn alveg áður en þið setjið á hann.

Marengsbotn

  • Setjið smjörpappír á ofnplötu og setjið til hliðar.
  • Þeytið eggjahvíturnar og blandið sykrinum varlega saman við.
  • Þeytið þar til blandan er orðin stíf og stendur.
  • Myndið hring sem er jafn stór og formið sem svampbotninn er bakaður í, eða setjið marengsinn í smelluform.
  • Bakið í 50 mín. við 150 gráður, eða þar til marengsinn er alveg þurr viðkomu.
  • Kælið botninn áður en þið setjið kökuna saman.

Fylling

  • Setjið svampbotninn á kökudisk og smyrjið hann með Nutella.
  • Skerið kókósbollurnar í sneiðar og raðið þeim með jöfnu millibili yfir botninn
  • Þeytið rjómann, en passið að stífþeyta hann ekki.
  • Skerið jarðarberin gróflega niður ásamt Oreo kexkökunum og blandið saman við rjómann.
  • Setjið rjómann á kökuna.
  • Setjið marengsbotninn ofan á og þrýstið honum varlega niður.
Fylling

Toppur

  • Þeytið rjómann en passið ykkur þó að þeyta hann ekki of mikið.
  • Blandið kakói saman við og hrærið með sleif þar til allt hefur blandast vel saman.
  • Smyrjið rjómanum yfir alla kökuna.
  • Skreytið með jarðarberjum og Oreo kexkökum.
  • Geymið kökuna í kæli þar til hún er borin fram en gott er gott að setja á kökuna deginum áður.

Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir