- +

Klessusúkkulaðikaka með hafrakaramelluglassúr

Klessusúkkulaðikaka:
50 g smjör
1 stk. egg
1½ dl sykur
Salt á hnífsoddi
2 msk. kakóduft
1 dl hveiti
½ dl síróp

Hafrakaramella:
100 g smjör
1 dl sykur
½ dl síróp
½ dl rjómi
1 dl haframjöl
1 dl hveiti

Aðferð:

Klessusúkkulaðikaka:

 

Taktu til kringlótt springform og settu í það bökunarpappír eða smyrðu það og stráðu í það t.d. kókósmjöl.

Bræddu smjörið í pott. Þeyttu egg og sykur ljóst og létt. Helltu smjörinu út í og blandaðu vel. Mældu hin hráefnin og blandaðu þeim saman við eggjablönduna. Hrærðu deigið vel. Helltu deiginu í formið.

 

Hafrakaramella:

 

Bræddu smjörið í pott og blandaðu svo saman við hin hráefnin öll í einu. Láttu suðuna koma upp og hrærðu í af og til. Karamellan þykknar mjög fljótt og þegar það gerist er kremið tilbúið. Helltu því yfir allt kökudeigið í forminu.

Bakaðu kökuna neðarlega í ofninum í 25-30 mínútur við 175°C.

Kakan er ljómandi góð beint úr ofninum en hún stendur einnig fyrir sínu daginn eftir.

Höfundur: Theodóra J. Sigurðard. Blöndal