- +

Kleinuhringir með súkkulaði

Kleinuhringir:
150 g hveiti
40 g kakó
½ tsk. matarsódi
1 tsk. lyftiduft
Salt á hnífsoddi
60 g púðursykur
2 msk. sykur
60 g smjör (brætt)
1 tsk. vanilludropar
2 stk. egg
1 dós Óskajógúrt með jarðarberjum (180 g)

Súkkulaðihjúpur:
80 g mjólkursúkkulaði
80 g suðusúkkulaði
6 msk. rjómi frá Gott í matinn (6-8 msk.)
Kökuskraut til þess að skreyta hvern kleinuhring

Aðferð:

Hveiti, kakó, lyftiduft, matarsódi og salt sett saman í skál.

Brætt smjör, jógúrt, vanilludropar og egg blandað vel saman og þurrefnunum síðan blandað saman við . 

Blandan er sett í sprautupoka og síðan sprautuð í sérstök kleinuhringjamót.  Það er einnig hægt að búa til kleinuhringjalögun með því að nota bollakökubökunarmót og nota álpappír til að gera gat í hvern hring. 

Kleinuhringirnir eru bakaðir við 170°C  blástur í um 12-15 mínútur.

Súkkulaðhjúpurinn er búinn til með því að bræða súkkulaðið yfir vatnsbaði og hræra rjóma saman við til að þynna hjúpinn. 

Hverjum og einum kleinuhring er dýft í súkkulaðihjúpinn og kökuskrauti sáldrað yfir. 

Höfundur: Hjördís Dögg Grímarsdóttir