- +

Kanilterta með apríkósum og marsípani

Kanilterta
150 gr hveiti
150 gr smjör, mjúkt
150 gr sykur
1 tsk. kanill (1/2-1 tsk.)
1 stk. egg

Á milli botnanna
3 dl rjómi, þeyttur
1 dl apríkósumauk
100 gr marsípan, flatt út í sömu stærð og botnarnir
3 stk. þurrkaðar apríkósur
2 msk. flórsykur

 

Kanilterta Aðferð:
Hitið ofninn í 200°C. Myljið hveiti, smjör, sykur og kanil saman, þetta má gera í matvinnsluvél. Pískið egg og bætið því út í. Hrærið deigið saman og látið það bíða í kæliskáp í 1/2 klst. Teiknið 22 cm hringi á bökunarpappír og leggið á 3 bökunarplötur. Smyrjið frekar þunnu lagi af deiginu á hringina og bakið botnana í 10-12 mín. eða þar til þeir eru orðnir fallega gullnir á litinn. Kælið botnana.

 Setjið kökuna saman á eftirfarandi hátt:
Leggið 1 kökubotn á tertudisk. Dreifið 1/3 af þeyttum rjóma yfir botninn og leggið annan botn ofan á, smyrjið apríkósumauki og 1/3 af rjómanum yfir. Leggið marsípan ofan á rjómann, dreifið afganginum af rjómanum ofan á og leggið síðasta botninn yfir. Skerið þurrkaðar apríkósur í 3 bita og skreytið tertuna með þeim, dustið flórsykur yfir.