- +

Kanilkaka með sítrónu rjómaostakremi

Innihald
226 g smjör við stofuhita
375 g hveiti
1 msk. lyftiduft
½ tsk salt
4 stk egg
2 tsk. vanilludropar
270 ml. mjólk
200 g púðursykur
2 tsk. kanill
390 g sykur

Krem innihald
225 g rjómaostur við stofuhita
115 g smjör við stofuhita
470 g flórsykur
1 tsk. sítrónudropar

Undirbúningstími 20 mínútur, bökunartími u.þ.b. 30 mínútur.

Aðferð:
1. Hitaðu ofninn í 180 gráður, hafðu tilbúin tvö meðalstór bökunarform og settu smjörpappír í botninn á þeim og stráðu örlitlu hveiti yfir. Þetta er gert svo að auðvelt verði að ná kökunni úr forminu.
2. Blandaðu saman hveiti, lyftidufti og salti í skál og settu til hliðar.
3. Hrærðu saman smjör og sykur þangað til blandan verður mjúk og létt, bættu eggjunum saman við, einu í einu og hrærðu vel á milli. Skafðu hliðarnar í skálinni af og til, til þess að blanda deiginu vel saman. Bættu vanilludropum saman við.
4. Blandaðu saman við hveitiblöndunni og mjólkinni smá og smá í einu og hrærðu á litlum hraða. Hrærðu vel saman.
5. Blandaðu saman púðursykrinum og kanilnum og settu saman við deigið, hrærðu varlega saman við með sleif svo að púðursykurinn og kanilinn blandist gróflega saman við.
6. Heltu deiginu í tvö meðalstór bökunarform og bakið í u.þ.b. 30-35 mínútur.

Krem aðferð:
1. Hrærðu smjör þangað til það er orðið mjúkt. Bættu svo saman við rjómaostinum og hrærðu vel saman.
2. Bættu flórsykrinum varlega saman við, smá og smá í einu og hrærðu vel á milli. Bættu við sítrónudropunum.
3. Smurðu kreminu yfir botnanna.

Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir