- +

Jólakaka

Innihald
2 stk botnar af þinni uppáhalds súkkulaðiköku

Oreo krem
450 g smjör við stofuhita
50 ml rjómi
2 tsk vanilludropar
1 kg flórsykur
15 stk oreo kökur muldar vel niður, gott er að nota matvinnsluvél

Vanillusmjörkrem
250 g smjör við stofuhita
500 g flórsykur
70 ml rjómi
4 tsk vanilludropar

Aðferð:

1. 2 botnar af þinni uppáhalds súkkulaðiköku skornir í tvennt svo úr því verði 4 botnar.

2. Oreo krem sett á milli botnanna

3. Næst er kakan skreytt með vanillusmjörkremi

Þegar þið hrærið saman krem er best að hræra smjörið fyrst og bæta svo smátt og smátt saman við flórsykrinum og hræra vel á milli svo allt fari ekki út um allt. Síðan er rjómanum blandað saman við og svo vanilludropum. Ef deigið er of þykkt bætið þá bara aðeins meiri rjóma saman við. Svo er hægt að skreyta með skrautsykri í öllum litum.

Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir