Jarðarberja ostakaka
Einfalt
- +

Jarðarberja ostakaka

Botn:
60 g mjúkt smjör
2 msk. mjúkt hnetusmjör
30 g Sukrin Gold (púðursykur ef þið eruð ekki að forðast sykur)
3 msk. Fibersirup Gold (dökkt síróp ef þið eruð ekki að forðast sykur)
80 g möndlumjöl

Fylling:
200 g rjómaostur
180 g Grísk jógúrt
3 dl frosin jarðarber
3 dl þeyttur rjómi
2 msk. Sukrin Melis (flórsykur ef þið eruð ekki að forðast sykur)

Aðferð:

Botn:

Blandið öllu nema smjöri vel saman.

Smjör brætt og bætt við.

Þjappið niður í springform, 22-24 sm að stærð.

Bakið á 180 gráðum í um 5-7 mínútur.

Kælið botninn áður en fylling er sett yfir.

 

Fylling:

Rjómaosti, Grískri jógúrt og Sukrin Melis hrært vel saman.

Maukið jarðarberin með töfrasprota þegar þau eru aðeins farin að þiðna og blandið svo við.

Blandið þeyttum rjóma varlega við.

Setjið fyllingu yfir botninn og setjið svo kökuna í frystinn í um 3 klukkustundir.

Höfundur: Hafdís Priscilla Magnúsdóttir