- +

Hveiti og glútenlaus pistasíukaka

Hvítt súkkulaðiskyrkrem:
100 g hvítt súkkulaði
1½ dl rjómi
100 g Ísey skyr með vanillubragði

Kökubotn:
175 g marsípan
150 g smjör, mjúkt
150 g sykur
¼ tsk. salt
3 stk. egg
80 g pistasíuhnetur

Aðferð:

Þessi kaka er ekki mjög sæt (sem höfðar til marga) og  inniheldur hún heldur ekkert hveiti og eru það pistasíuhnetur og marsípan sem fá að njóta sín í staðinn og gefur um leið kökubotninum fallegan grænan blæ.

 

Hvítt súkkulaðikrem, aðferð:

Hellið rjóma í pott og látið suðuna koma upp. Bætið súkkulaði saman við og látið það bráðna í rjómanum. Slökkvið á hitanum og hrærið í.

Látið kólna í u.þ.b. klukkutíma.

Hrærið skyri saman við og setjið kremið í ísskáp og kælið í u.þ.b. 3 tíma - líka hægt að gera kvöldið áður.

Þeytið kremið (með rafmagnsþeytara) áður en það er smurt á kökubotninn.

Við það þykknar kremið mikið.

 

Kökubotn, aðferð:

 

Ofnhiti 175 °C

 

Rífið marsípanið gróft og setjið í skál.

Þeytið það með smjöri, sykri og salti þar til allt hefur blandast vel.

Bætið eggjum við, einu í einu og þeytið vel á milli.

Hakkið hneturnar í gróflegt mjöl og blandið þeim saman við.

Setjið deigið í kringlótt smelluform og bakið í 30-35 mínútur.

Kælið kökuna vel.

 

Smyrjið kreminu fallega yfir kökuna og raðið hindberunum ofan á kremið.

Saxið nokkrar pistasíuhnetur gróflega og dreifið þeim yfir kökuna. 

 

Höfundur: Theodóra J. Sigurðardóttir Blöndal