- +

Heit perubaka með rjómaostamarengs, pekanhnetum og hvítu súkkulaði

Perubaka
3 stk meðalstórar perur
100 g pekanhnetur
50 g hvítt súkkulaði
2 stk egg
100 g flórsykur
150 g rjómaostur

 

Aðferð:
Flysjið og kjarnhreinsið perurnar. Skerið í bita og setjið í eldfast form. Saxið súkkulaðið og pekanhneturnar gróft og stráið yfir perurnar. Skiljið eggin og þeytið eggjahvíturnar með flórsykrinum þannig að þær verði stífar. Setjið í skál og hrærið saman rjómaostinum og eggjarauðunum. Blandið loks varlega þeyttum eggjahvítunum saman við rjómaostinn. Setjið blönduna yfir perurnar og bakið í 25-30 mínútur við 170° C berið fram heitt.
Athugið einnig er hægt að nota epli í þessa uppskrift eða jafnvel jarðarber. Berið fram með þeyttum rjóma.

Höfundur: Árni Þór Arnórsson