- +

Heimagert vanillukrem

Innihald:
4 stk. eggjarauður
1 dl sykur
1 msk. maizenamjöl
3 dl rjómi
2 dl mjólk
1 stk. vanillustöng, 1-2 stk.

Aðferð:

Þetta ljúffenga vanillukrem hentar fullkomlega með alls kyns kökum og eins með ferskum berjum og ávöxtum. Uppskriftina má helminga með góðum árangri.

Setjið eggjarauður í skál og þeytið vel saman með sykri og maizenamjöli.

Hellið rjóma og mjólk í pott og látið suðuna koma upp.

Skrapið vanillustöngina og setjið vanillukornin út í mjólkina.

Takið pottinn af hitanum og þeytið eggjablönduna saman við rjómablandið.

Setjið pottinn aftur á hitann, lækkið hitann og hrærið stöðugt í á meðan vanillukremið byrjar að þykkna. Þetta tekur nokkrar mínútur, mögulega 5-10.

Kremið er tilbúið þegar það er orðið verulega þykkt og helst nokkurn veginn á skeiðinni þegar þú setur krem í hana.

 

Látið kremið kólna aðeins áður en það er borið fram með kökunni. 

Höfundur: Theodóra S. J. Blöndal