- +

Gulrótarkaka með kotasælu og ferskjuskyrkremi

Kaka
175 g sykur
4 stk. egg
1 dl súrmjólk
1 dl grænmetisolía
1 tsk. vanilludropar
125 g hveiti
2 tsk. lyftiduft
1 tsk. salt
1 tsk. kanel
250 g gulrætur - rifnar
1 dl valhnetur - hakkaðar (má sleppa)
250 g kotasæla
1½ dl kókosmjöl

Krem
150 g rjómaostur frá Gott í matinn
50 g smjör
250 g flórsykur
150 KEA skyr ferskjur

Aðferð:

Kaka aðferð:
Þeytið egg og sykur vel saman. Bætið svo súrmjólk, olíu og vanillu saman við. Blandið hveiti, lyftidufti, salti og kanil í skál og bætið svo saman við eggjablönduna og hrærið vel. Hellið því næst rifnum gulrótum, hökkuðum valhnetum, kotasælu m/ananas og kókos saman við deigið og hrærið vel. Setjið í hringlaga smelluform 22 cm í þvermál. Bakið í 55mínútur við 175°C. Kælið og smyrjið kreminu ofan á.

Krem aðferð:
Þeytið saman rjómaost, smjör og flórsykur þar til orðið létt og ljóst bætið skyrinu varlega í smyrjið yfir kökuna og kælið.

Höfundur: Árni Þór Arnórsson