- +

Gómsæt, flauelsmjúk og mátulega blaut sítrónukaka

Innihald:
200 g brætt smjör
3 stk egg
3½ dl sykur
2 tsk vanillusykur eða -dropar
3 dl hveiti
1½ stk sítróna, börkur og safi

Meðlæti
þeyttur rjómi

Aðferð:

1. Stilltu hitann á ofninum í 175°C.

2. Taktu til form, smyrðu það eða tylltu í það bökunarpappír.

3. Settu smjörið í pott og láttu það bráðna. Taktu það til hliðar.

4. Þvoðu sítrónuna, rífðu börkinn og kreistu safann.

5. Þeyttu egg og sykur létt og ljóst.

6. Blandaðu næst vanillu og hveiti saman við og síðan sítrónuberki og safa.

7. Síðast hellir þú smjörinu saman við deigið, hellir því í form og bakar kökuna í 20-30 mínútur.

8. Láttu kökuna kólna áður en þú stráir flórsykri yfir hana og berð fram.

 

Það er að sjálfsögðu ljómandi gott að bjóða upp á þeyttan rjóma með kökunni.

Höfundur: Theodóra J. Sigurðardóttir Blöndal