Menu
Formkaka með stökkum súkkulaðitoppi

Formkaka með stökkum súkkulaðitoppi

Fyrir formkökuaðdáendur þá svíkur þessi ekki. Ein sú allra besta sem hefur verið gerð í okkar eldhúsi. Ekta sunnudagskaka, kaffi- og tekaka.

Innihald

1 skammtar

Kaka innihald

mjúkt smjör
strásykur
vanillu- eða möndludropar
egg
hveiti
lyftiduft
natron
súrmjólk eða sýrður rjómi, má líka nota mjólk
súkkulaðibitar, dropar

Toppur innihald

hveiti
púðursykur
kalt smjör
súkkulaðidropar tli að setja ofan á kökuna

Kaka

  • Hitið ofn í 180 gráður.
  • Hrærið saman smjör og sykur þar til létt og ljóst.
  • Bætið við eggjum og dropum og hrærið áfram þar til úr verður mjúk blanda.
  • Stráið þurrefnum yfir og hellið súrmjólkinni eða öðrum vökva með.
  • Hrærið vel en varlega og alls ekki lengi svo kakan verði ekki seig.
  • Setjið súkkulaðidropana saman við og blandið vel.
  • Setjið í smurt formkökuform eða notið bökunarpappír.

Toppur

  • Myljið allt hráefnið saman í höndunum þar til úr verður gróf mylsna.
  • Dreifið toppnum yfir deigið í forminu.
  • Setjið smá súkkulaðidropa líka ofan á kökuna, það er mjög gott.
  • Stingið í ofn og bakið í 45 mínútur eða þar til prjónn sem stungið er í kökuna kemur hreinn út.
  • Kælið áður en kakan er borðuð svo gott sé að skera hana.

Höfundur: Halla Bára Gestsdóttir