- +

Fjögurra hæða súkkulaðikaka

Botn:
140 g suðusúkkulaði
250 g smjör
4 stk. egg
5 dl sykur
7½ dl hveiti
4 msk. kakó
2 tsk. matarsódi
1 tsk. lyftiduft
½ tsk. salt
2 msk. vanilludropar eða vanilluduft
5 dl AB mjólk

Krem:
3 dl sykur
6 msk. hveiti
4 msk. kakó
4 dl mjólk
150 g suðusúkkulaði
500 g smjör

Aðferð:

Botn:

Stillið hitann á ofninum á 170°C.

Takið til tvö bökunarform, þetta mega vera springform eða önnur kringlótt form. Smyrjið formin eða klæðið þau með bökunarpappír.

Mælið og bræðið smjörið. Þegar smjörið er bráðnað er súkkulaðið sett saman við og látið bráðna með smjörinu. Látið kólna.

Brjótið eggin í hæriskál og bætið við sykri. Þeytið eggin og sykurinn þar til blandan er orðin létt og ljós.

Mælið öll þurrefnin og setjið þau í sér skál. Hrærið þeim saman með sleif áður en þeim er hellt saman við eggjablöndunina. Þeytið saman

Mælið ab-mjólkina og hrærið hana saman við kökudeigið ásamt vanillu og smjör-súkkulaði. 

Skiptið deiginu jafnt á milli kökuforma. Setjið þau strax í ofninn, frekar neðarlega og bakið kökurnar í 40-50 mínútur. 

 

Krem:

Gott er að gera kremið deginum áður þar sem það þarf að stífna í kælinum áður en það er borið á kökuna. Annars má auðvitað búa til hvaða kökukrem sem er og nota það.

Setjið pott á eldavélina. Mælið sykur, hveiti, kakó og mjólk og hellið í pottinn. Á meðan suðan er að koma upp er nauðsynlegt að þeyta létt í kreminu. Lækkið hitann þegar byrjað er að búbla og sjóða. Bætið við smjöri og súkkulaði og hrærið í á meðan bráðnar.

Setjið kremið í skál, með plastfilmu yfir og geymið í kæli í a.m.k. 2-3 tíma. Kremið á að vera þétt og þungt í sér svo hægt sé að dreifa því yfir kökuna og á milli botnanna. Þegar kremið er tilbúið og búið að kælast nóg er nauðsynlegt að þeyta það aftur í nokkrar mínútur með rafmagnsþeytara áður en því er dreift á kökuna.

Skreytið kökuna að vild.

Höfundur: Theodóra J. Sigurðard. Blöndal