- +

Expresso súkkulaðiterta

Botn innihald
125 g smjör
100 g flórsykur
250 g hveiti
2 eggjarauður
2 msk kalt vatn

Fylling innihald
6 blöð matarlím
4 dl rjómi
1 dl nýmjólk
600 g suðusúkkulaði
100 g smjör
1½ dl sterkt expressokaffi

Aðferð:

 

Botn aðferð: 
Blandið saman smjöri, flórsykri og hveiti. Bætið þar næst við eggjarauðum og vatni. Hrærið vel saman.  Þrýstið deiginu í springform u.þ.b.  28 cm og setjið vel upp á kantinn. Kælið í u.þ.b. 1 tíma. Setjið smjörpappírsörk í botninn og hrísgrjón yfir,  bakið botninn við 180°C í 20 mínútur. Fjarlægið smjörpappírinn og hrísgrjónin og bakið í 5 mínútur í viðbót.

 

Fylling aðferð:
Leggið matarlímið í bleyti í kalt vatn. Sjóðið saman mjólk og rjóma og takið af hellunni. Bætið í söxuðu súkkulaðinu og hrærið vel saman, bætið þar næst í smjörinu og hrærið vel saman. Kreistið vatnið vel af matarlíminu og leysið það upp í expressokaffinu. Blandið saman við súkkulaðifyllinguna og að lokum hellið fyllingunni i tertubotninn og kælið vel. Berið fram með þeyttum rjóma eða góðum ís

Höfundur: Árni Þór Arnórsson