- +

Eplapæ með pekanhnetum

Botn
225 g smjör við stofuhita
1 msk sykur
½ tsk salt
310 g hveiti
1 stk egg
1 stk eggjarauða
1 msk mjólk
1 tsk vanilludropar

Fylling
60 g smjör, bráðið
40 g sykur
4 tsk kanill
600 g epli skorin smátt niður
2 msk hveiti
2 msk vanillusykur

Pekanhnetutoppur
120 g smjör við stofuhita
160 g púðursykur
130 g hveiti
½ tsk kanill

púðursykursgljái
100 g púðursykur
½ tsk vanilludropar
2 msk vatn

Aðferð:

Hitið ofninn í 180°C og smyrjið 29 cm stórt hringlaga eldfast form. Blandið öllu hráefninu

saman í skál og vinnið hröðum höndum þar til deigið er orðið laust við kekki og orðið

þétt. Þið hnoðið það hröðum höndum ofan í skálinni, ef það er mikið að festast við ykkur

er hægt að setja smá hveiti í hendurnar. Setjið deigið inn í ísskáp og kælið á meðan

þið útbúið fyllinguna. Takið svo deigið út úr ísskápnum og fletjið það út. Gott er að setja

flórsykur undir deigið áður en það er flatt út svo það festist ekki við borðið. Klæðið

eldfasta formið að innan með deiginu og látið það ná alveg upp fyrir brúnir formsins.

Smyrjið deigið með smá smjöri, hellið eplafyllingunni ofan í og bakið í 30-40 mínútur,

eða þar til smjördeigið hefur náð fallega gylltum lit. Ekki þarf að kæla kökuna áður en

toppurinn er settur ofan á.

 

 

Fylling

Setjið smjör og kanilsykur í pott yfir meðalháan hita þar til smjörið hefur bráðnað

alveg. Brytjið eplin frekar smátt niður og setjið þau saman við, hækkið hitann og látið

eplin krauma í rúmlega 5 mínútur í pottinum, hrærið allan tímann svo blandan brenni

ekki. Takið pottinn af hellunni og kælið í 5 mínútur. Bætið hveiti og vanillusykri saman

við og hrærið þar til allt hefur blandast vel saman.

 

Pekanhnetutoppur

Skerið smjörið í litla bita. Blandið öllu hráefninu saman í skál og vinnið með höndunum

þar til allt hefur blandast vel saman. Dreifið pekanhnetutoppnum yfir eplakökuna ásamt

púðursykursgljáanum.

 

Púðursykursgljái

Setjið allt hráefnið saman í skál og hrærið þar til allt hefur blandast vel saman. Dreifið

gljáanum jafnt yfir pekanhnetutoppinn. Kakan er einstaklega góð heit með ís eða rjóma.

Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir