- +

Eplakaka með hindberjum og kökumylsnu

Innihald:
800 g epli að eigin vali, afhýdd, kjarnhreinsuð og skorin í bita
1 dl sykur
1 tsk kanill
2 dl hindber, fersk eða frosin
125 g smjör við stofuhita
3¼ dl hveiti
1¼ dl sykur

Meðlæti
létt þeyttur rjómi, grísk jógúrt eða þeyttur rjómi blandaður saman við uppáhalds skyrtegundina þína og pínu flórsykur

Aðferð:

1. Stillið ofninn á 200° og olíuberið eldfast mót eða klæðið bökunarform með bökunarpappír.

2 .Veltið eplabitunum upp úr kanil og 1dl af sykri og setjið ofan í formið. Sáldrið hindberjum yfir.

3. Hnoðið saman í höndunum, smjöri, sykri og hveiti þar til úr verður gróf mylsna. Dreifið yfir eplin og hindberin. Setjið í ofninn og bakið í u.þ.b. 20-30 mínútur eða þar til kakan er orðin gullin.

Berið fram með meðlætinu.

Höfundur: Erna Sverrisdóttir