- +

Draugakaka með súkkulaðiglassúr

Innihald:
200 g sykur
3 stk egg
150 g hveiti
1½ tsk lyftiduft
3 ms kakó
60 g bráðið smjör
1 dl mjólk
100 g dökkt súkkulaði

Súkkulaðiglassúr
300 g flórsykur
3 msk kakó
80 g bráðið smjör
3 msk kaffi (má sleppa)

Aðferð:

Þeytið egg og sykur saman þar til blandan verður ljós og létt. Blandið hveiti, kakói og lyftidufti saman í skál og hrærið. Bætið því saman við blönduna ásamt mjólkinni og brædda smjörinu og hrærið þar til allt hefur blandast vel saman. Grófsaxið súkkulaðið og hrærið því saman við deigið með sleif. Hellið deiginu í formið og bakið í rúmlega 20  mínútur eða þar til tannstöngull kemur hreinn upp úr miðju kökunnar. Kælið kökuna áður en þið setjið glassúrið ofan á.

 

Súkkulaðiglassúr

Hrærið flórsykur og kakó saman í skál. Bræðið smjör og hellið saman við. Bætið því næst kaffi út í og hrærið vel. Bætið heitu vanti saman við þar til allt hefur náð að blandast vel saman og kremið orðið mjúkt og slétt. Bætið aðeins litlu magni af vatni saman við í einu og hrærið vel á milli.

 

Fullkomin kaka fyrir Halloween gleðina!

Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir