- +

Djöflakaka með Dumle súkkulaðihjúp

Súkkulaðibotn:
165 ml soðið vatn
80 ml mjólk
50 g kakó
150 g smjör
300 g sykur
1 tsk. vanilludropar
210 g hveiti
1 tsk. matarsódi
½ tsk. salt
3 stk. egg

Smjörkrem:
300 g smjör
600 g flórsykur
150 g brætt súkkulaði
2 msk. síróp
2 msk. vanilludropar
1 stk. egg

Dumle súkkulaðihjúpur:
200 g rjómasúkkulaði
15 stk. Dumle karamellur
5 msk. rjómi, 5-6 msk. rjómi

Aðferð:

Uppskrift fyrir 3 súkkulaðibotna, kakan er þriggja hæða með kremi á milli.

1. Ofninn er hitaður upp að 160°C hita.

2. Vatnið og mjólkin er hitað að suðu og kakóinu blandað saman við. Hrært vel saman og leyft að kólna.

3. Smjör og sykur er þeytt vel saman. Eggjunum bætt út í einu og einu. Vanilludropunum er síðan blandað saman við.

4. Hveiti, matarsódi og salt er sett í skál og blandað saman við sykurblönduna.

5. Kakóblöndunni er að lokum hrært út í.

6. Deigið er sett í þrjú smurð bökunarform um 22-24 cm.

7. Bakað við 160°C blástur í 30 mínútur eða þar til botnarnir eru bakaðir í gegn.

8. Meðan kakan kólnar er smjörkremið gert klárt. Öll hráefnin eru sett í skál og hrærð vel saman. 

 

Höfundur: Hjördís Dögg Grímarsdóttir