- +

Brownie veislubitar

Innihald:
340 g smjör
350 g suðusúkkulaði
600 g sykur
4 tsk. vanilludropar
8 egg
50 g bökunarkakó
1 tsk. salt
260 g hveiti
150 g suðusúkkulaði dropar

Súkkulaði ganacé:
250 g smátt saxað suðusúkkulaði
130 ml rjómi frá Gott í matinn

Aðferð:

Kakan:

Hitið ofninn 175°C.

Bræðið saman suðusúkkulaði og smjör, leggið til hliðar.

Setjið sykur og vanilludropa í hrærivélarskálina og hellið súkkulaðiblöndunni saman við.

Því næst fara eggin út í, eitt í einu og skafið niður á milli.

Bökunarkakó, salti og hveiti er blandað saman í skál og sett út í súkkulaðiblönduna í litlum skömmtum þar til vel blandað.

Að lokum er suðusúkkulaðidropunum blandað saman við.

Klæðið bökunarskúffu með bökunarpappír og spreyið með matarolíuspreyi.

Hellið deiginu í skúffuna og bakið í um 50 mínútur eða þar til prjónn kemur út aðeins með smá kökumylsu á (ekki blautu deigi), kælið vel.

Uppskriftin gefur um 30 bita (fer samt eftir stærð)

 

Súkkulaði ganacé:

Hitið rjómann að suðu og hellið yfir saxað súkkulaði.

Leyfið að standa í 1-2 mínútur og hrærið þá saman með písk eða gaffli þar til falleg súkkulaðibráð hefur myndast og allt súkkulaði er bráðið.

Hellið yfir kökuna og smyrjið jafnt á hana, leyfið kreminu þá að þykkna betur og kólna aðeins áður en þið stráið flórsykri yfir hana til skrauts.

Þegar kremið hefur kólnað vel er kakan skorin í hæfilega stóra bita.

 

Höfundur: Berglind Hreiðarsdóttir