- +

Brownie með bökuðu rjómaostakremi

Browniebotn:
200 g suðusúkkulaði
200 g smjör
4½ dl flórsykur
3 egg
2 dl hveiti
Salt á hnífsoddi
1 tsk. vanillusykur

Rjómaostakrem:
400 g rjómaostur frá Gott í matinn
2 dl flórsykur
2 egg
2 tsk. vanillusykur

Aðferð:

Ofnhiti: 180 °C

Bræðið smjör og setjið suðusúkkulaði saman við. Látið bráðna saman og setjið pottinn til hliðar.

 

Þeytið flórsykur og egg saman í hvíta froðu (7-10 mín). Hellið súkkulaðismjörinu saman við eggjaþeytinginn og blandið. Bætið að lokum hveiti, salti og vanillusykri saman við og hrærið. Geymið.

 

Þeytið rjómaostinn með flórsykri, eggi og vanillusykri. Þeytið þar til allt hefur blandast vel saman og er orðið kremkennt.

 

Takið til form (gott er að nota bökunarpappír í formið svo kakan náist auðveldlega úr forminu).

 

Hellið til að byrja með súkkulaðideiginu í formið. Skiljið aðeins eftir af deiginu því það er notað ofan á rjómaostakremið. Hellið svo rjómaostakreminu yfir súkkulaðikökudeigið. Og síðast er afganginum af súkkulaðikökudeiginu hellt yfir. Auðvitað er líka hægt að hella minna eða meira af hverju deigi eins og manni sýnist. Notið t.d. gaffal til að „draga“ í deigið og gera mynstur.

 

Bakið kökuna neðarlega í ofninum í um 20-25 mínútur. það er í góðu lagi ef hún er smá óbökuð í miðjunni.  Látið kökuna kólna vel áður en hún er borin fram. Það er gott að geyma þessa köku í frysti.

 

Berið kökuna gjarnan fram með ferskum berum og þeyttum rjóma.

Höfundur: Theodóra J. Sigurðardóttir Blöndal