- +

Brómberjaterta með hvítu súkkulaði og rjóma eða grískri jógúrt

Hráefni
2 dl sykur
4½ dl hveiti
1 tsk lyftiduft
3 stk egg
börkur af 1 sítrónu
1¼ dl matreiðslurjómi
100 g smjör, skorið í litla teninga
1½ dl frosin brómber (1,5-2 dl)
1 dl hvítt súkkulaði, súkkulaðidropar eða saxað hvítt súkkulaði

Meðlæti
þeyttur rjómi eða grísk jógúrt

Aðferð:

1. Stillið ofninn á 180°.

2. Hrærið saman í skál með skeið sex fyrstu hráefnin. Passið að hræra ekki of mikið eða of lengi. Blandið smjörbitunum saman við og hellið deiginu í kökuform sem er 24 cm í þvermál og klætt bökunarpappír. Þrýstið súkkulaði og brómberjum létt niður með fingrunum.

3. Bakið í 30-40 mínútur eða þar til kakan er gullin og bökuð í gegn. Berið fram með létt þeyttum rjóma og eða upphrærðri grískri jógúrt.

Höfundur: Erna Sverrisdóttir