- +

Bollakökur með karamellu og pekanhnetum

Bollakökur:
150 g smjör
330 g hveiti
½ tsk. maldon salt
2 tsk. lyftiduft
200 g sykur
220 g púðursykur
4 stk. egg við stofuhita
2 tsk. vanilludropar
3½ dl mjólk við stofuhita
150 g pekanhnetur
100 g ristaðar karamelluhnetur

Rjómaostakrem:
225 g rjómaostur frá Gott í matinn, við stofuhita
125 g smjör, við stofuhita
2 tsk. vanilludropar
400 g flórsykur

Karamella:
200 g sykur
6 msk. smjör
1 dl. rjómi frá Gott í matinn, við stofuhita

Aðferð:

Þessi uppskrift dugar í um 24 stk.

Bollakökur:
Ofninn stilltur á 180°C

1. Bræðið smjörið í potti undir meðalhita þangað til smjörið er bráðnað og orðið dökkt að lit, setjið síðan smjörið í skál og látið kólna, skafið smjörið vel úr pottinum og líka það brúna sem er í botninum.
2. Hrærið hveiti, lyftidufti, salti og sykri vel saman.
3. Hrærið eggin, mjólkina og vanilludropana saman í sér skál, bætið svo við smjörinu þegar það hefur náð stofuhita, einnig er mikilvægt að eggin og mjólkin séu við stofuhita.
4. Blandið því síðan saman við hveitiblönduna og hrærið þangað til allt er vel blandað saman.
5. Saxið pecanhneturnar niður í litla bita og bætið saman við deigið, hrærið þangað til þær hafa blandast vel saman við.
6. Setjið deigið í bollakökuform og bakið í u.þ.b. 18-22 mínútur eða þar til þær eru orðnar ljósbrúnar að lit. Einnig er hægt að gera tveggja laga köku og þá er deiginu skipt niður í tvö meðalstór bökunarform og þarf lengri bökunartíma.

Rjómaostakrem aðferð:
Blandið saman rjómaostinum, smjöri og vanilludropum þangað til að blandan er orðin mjúk og létt. Bætið flórsykrinum saman við, smá og smá í einu og hrærið vel á milli á litlum hraða. Skafið hliðarnar á skálinni vel og hrærið á miklum hraða í 2 mínútur. eða þangað til kremið er orðið mjúkt og létt.

Karamella aðferð:
Sprautið kreminu á bollakökurnar og veltið þeim svo upp úr niðurskornum ristuðum karamelluhnetum og setjið síðan rúmlega 1 msk. af karamellu yfir.

Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir