- +

Bláberjakaka

Hráefni
150 g smjör, bráðið
2½ dl sykur
2 stk egg
1¼ dl grísk jógúrt
1 msk sítrónubörkur, fínrifinn
1 tsk vanilludropar
3¾ dl hveiti
1 tsk lyftiduft
125 g bláber, frosin eða fersk

Skraut
flórsykur


Aðferð:

1. Stillið ofninn á 160°. Takið fram skál og hrærið saman fyrstu sex hráefnin. Hrærið hveitið og lyftiduftið varlega saman við en ekki of lengi. Setjið bláberin gætilega saman við og hellið deiginu í formkökuform. Sléttið úr og bakið í rétt rúman klukkutíma eða þar til tilbúið.

 

2. Látið kólna á kökugrind og sáldrið flórsykri yfir.

 

Berið kökuna fram með étt þeyttum rjóma eða grískri jógúrt.

Höfundur: Erna Sverrisdóttir