- +

Bláberjakaka í einum grænum

Innihald:
3 stk egg
3 msk sykur
2 dl hveiti
2 dl matreiðslurjómi
1 tsk vanilla
sjávarsalt á hnífsoddi
20 g smjör
150 g bláber, fersk eða frosin
flórsykur

Meðlæti
léttþeyttur rjómi, ís eða grísk jógúrt

Aðferð:

1. Stillið ofninn á 200°.

2. Hrærið saman með píski fyrstu sex hráefnin. Geymið.

3. Setjið smjörið í bökunarform sem er u.þ.b. 22-24 cm í þvermál. Stingið því inn í heitan ofninn og eldið í tæpar 5 mínútur. Takið út úr ofninum og hellið deigblöndunni strax ofan í formið. Sáldrið bláberjum yfir. Bakið í u.þ.b. 15 mínútur. Sáldrið vel af flórsykri yfir og berið strax fram með rjóma, ís eða grískri jógúrt.

Höfundur: Erna Sverrisdóttir