Menu
Bláberja ostakaka með saltkaramellu

Bláberja ostakaka með saltkaramellu

Innihald

12 skammtar

Botn:

Noir súkkulaðikex
Smjör, brætt
Sykur

Fylling:

Hreinn rjómaostur frá Gott í matinn
Rjómi frá Gott í matinn, þeyttur
Vanillusykur
Bláber eftir smekk
Pralín súkkulaði með saltkaramellu
Kókosbolla

Saltkaramellusósa:

Saltkaramellu súkkulaði
Rjómi frá Gott í matinn

Skreyting

Bláber, kókosbolla og saltkaramellu súkkulaði

Skref1

  • Myljið súkkulaðikex í matvinnsluvél.
  • Bræðið smjör og blandið saman við ásamt sykri.

Skref2

  • Setjið kexblönduna í botninn á eldföstumóti.
  • Þjappið blöndunni vel í botninn og einnig meðfram brúnunum.
Skref 2

Skref3

  • Búið til fyllinguna með því að þeyta rjómann og setja til hliðar.

Skref4

  • Þeytið rjómaostinn og blandið rjómanum varlega saman við ásamt vanillusykri.

Skref5

  • Setjið blönduna í eldfastamótið.
  • Kremjið bláber og blandið saman við ásamt súkkulaðimulningi og kókósbollu.
  • Gott að hræra aðeins í blöndunni.
Skref 5

Skref6

  • Búið til súkkulaðisósuna með því að hita saltkaramellu súkkulaði yfir vatnsbaði ásamt rjóma.
Skref 6

Skref7

  • Ostakakan er skreytt með bláberjum, súkkulaði og kókósbollu.

Höfundur: Hjördís Dögg Grímarsdóttir