- +

Bláberja ostakaka með saltkaramellu

Botn
1 pakki Noir súkkulaðikex
80 g smjör, brætt
½ msk. sykur

Fylling
250 g hreinn rjómaostur frá Gott í matinn
½ l rjómi frá Gott í matinn, þeyttur
1 tsk. vanillusykur
Bláber eftir smekk
50 g pralín súkkulaði með saltkaramellu
1 stk. kókosbolla

Saltkaramellusósa
1 stk. saltkaramellu súkkulaði
½ dl rjómi frá Gott í matinn

Skreyting
Bláber, kókosbolla og saltkaramellu súkkulaði

Aðferð:
  1. Myljið súkkulaðikex í matvinnsluvél. Bræðið smjör og blandið saman við ásamt sykri.
  2. Setjið kexblönduna í botninn á eldföstumóti. Þjappið blöndunni vel í botninn og einnig meðfram brúnunum. 
  3. Búið til fyllinguna með því að þeyta rjómann og setja til hliðar.
  4. Þeytið rjómaostinn og blandið rjómanum varlega saman við ásamt vanillusykri.
  5. Setjið blönduna í eldfastamótið. Kremjið bláber og  blandið saman við ásamt súkkulaðimulningi og kókósbollu. Gott að hræra aðeins í blöndunni. 
  6. Búið til súkkulaðisósuna með því að hita saltkaramellu súkkulaði yfir vatnsbaði ásamt rjóma. 
  7. Ostakakan er skreytt með bláberjum, súkkulaði og kókósbollu. 

Höfundur: Hjördís Dögg Grímarsdóttir