- +

Bestu súkkulaðibitakökurnar

Innihald:
315 g hveiti
½ tsk salt
1 tsk matarsódi
1 stk egg
½ dl mjólk
2 tsk vanilluextract
250 g smjör, mjúkt
2 dl sykur
1 dl púðursykur
5 dl súkkulaðibitar

Aðferð:

1. Hitið ofn í 180 gráður.
2. Hrærið saman hveiti, salti og matarsóda og setjið til hliðar.
3. Hrærið saman mjólk, eggi og vanillu í annarri skál.
4. Þeytið smjörið og sykurinn þar til ljóst og létt og bætið eggjamjólkinni út í. Blandið vel saman.
5. Bætið þurrefnunum varlega saman við ásamt súkkulaðibitunum og hrærið vel saman.
6. Setjið á pappírsklædda bökunarplötu. Hver kaka er u.þ.b. 1 msk af deigi.
7. Gætið þess að hafa nóg bil á milli og bakið í um 13 mínútur.
8. Takið af plötunni og látið kólna á grind. 

Höfundur: Helena Gunnarsdóttir