- +

Berjaterta

Botn:
2 stk. egg
1½ dl sykur
1 dl hrein jógúrt
2 dl hveiti
1 dl haframjöl
1 tsk lyftiduft
sjávarsalt á hnífsoddi
4 stk. brasilíuhnetur, saxaðar
50 g smjör, brætt

Krem:
2½ dl rjómi
1 dl sýrður rjómi
2 msk flórsykur
2 stk. ferskjur eða nektarínur, skornar í bita
2 dl jarðarber, skorin í bita
2 dl hindber
Mynta eftir smekk, má sleppa

Aðferð:

1. Stillið ofninn á 200° og fituberið hringform sem er 24 cm í þvermál eða klæðið með böknunarpappír.

2. Pískið saman í hrærivél eggjum og sykri þar til létt og ljóst. Setjið jógúrt og rjóma saman við og hrærið.

3. Setjið hveiti, haframjöl, lyftiduft, salt og hnetur saman við með sleif. Hellið smjörinu saman við og hrærið. Hellið í bökunarformið og bakið neðarlega í 15-20 mínútur. Passið að ofbaka ekki botninn.

4. Þeytið rjóma, varist að ofþeyta. Setjið sýrðan rjóma og flórsykur saman við. Blandið ferskjubitum og berjum varlega saman við. Dreifið yfir tertubotninn. Skreytið með auka berjum og myntu.

Höfundur: Erna Sverrisdóttir