- +

Berjabomba með rjóma

Innihald
160 g hveiti
6 stk egg við stofuhita
4 stk eggjarauður við stofuhita
230 g sykur
1 tsk. lyftiduft
½ tsk salt
2 tsk vanilludropa
180 ml olía

Rjómablanda/fylling
1 líter rjómi
2 tsk. vanilludropar
70 g flórsykur
Ber að eigin vali (t.d. jarðaber, bláber, rifsber).

Aðferð:
1. Hitaðu ofninn í 180 gráður og smurðu tvö meðalstór bökunarform.
2. Blandaðu saman hveiti og lyftidufti og settu til hliðar.
3. Hrærðu saman eggjum, eggjarauðum, sykri, salti og vanilludropum. Hrærðu á miklum hraða þangað til blandan verður orðin þykk og ljós. Hrærðu í u.þ.b.5 mínútur.
4. Bættu hveitiblöndunni saman við hægt og rólega. Bættu svo olíunni saman við og hrærðu þar til allt er vel blandað saman.
5. Skiptu deiginu í tvö bökunarform og bakaðu í u.þ.b. 30 mínútur eða þar til botnarnir eru tilbúnir.
6. Kældu botnana alveg og skerðu svo hvorn botn fyrir sig í tvo hluta svo úr því verði 4 botnar.

Rjómablanda/fylling aðferð:
Þeyttu rjómann þangað til hann er alveg að verða tilbúinn, bættu þá saman við vanilludropum og flórsykri og hrærðu þar til rjóminn er orðinn stífur og fínn. Smurðu rjómanum yfir botnanna og settu ber að eigin vali á milli, endurtaktu þar til þú hefur hlaðið öllum botnunum ofan á hvorn annan. Skreyttu með rjóma og berjum.

Undirbúningstími 25 mínútur, bökunartími 30 mínútúr.

Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir