- +

Vanillubollakökur með súkkulaðibitum

Innihald
120 g smjör við stofuhita
100 g sykur
150 g púðursykur
2 stk egg
180 g hveiti
2 tsk lyftiduft
¼ tsk salt
1½ dl mjólk
3 tsk vanilludropar
150 g dökkt súkkulaðir, grófsaxað

Vanillukrem
250 g smjör við stofuhita
500 g flórsykur
2 msk mjólk
4 tsk vanilludropar

Skraut
marglitað kökuskraut frá Kötlu, sprautustútur 1M

Aðferð:

Stillið ofninn í 180 gráður og raðið ísformunum. Hrærið smjör og sykur saman ásamt eggjum, einu og einu í senn og hrærið vel á milli. Blandið hveiti, lyftidufti og salti saman í skál og hrærið. Bætið hveitiblöndunni saman við ásamt mjólkinni, smátt og smátt í einu og hrærið vel. Setjið vanilludropa og hrærið. Grófsaxið súkkulaðið og hrærið saman við deigið með sleif. Sprautið deiginu í ísformin og passið að fylla þau ekki alveg upp í topp eða rúmlega 2 kúfaðar msk. í hvert form. Bakið í 18-20 mínútur eða þar til tannstöngull kemur hreinn upp úr miðju kökunnar. Kælið kökurnar alveg áður en kreminu er sprautað á þær.

 

Þið þurfið kökuform, álpappír, ísform og sjúklega gott kökudeig.

 

Þið setjið álpappírinn yfir bökunarmótið og skerið gat fyrir ísformunum og stingið þeim svo ofan í, þannig haldast þau alveg föst á meðan kökurnar eru að bakast.

 

 

Aðferð, krem:

Hrærið smjör þar til það er orðið ljóst og létt, bætið flórsykri saman við, smátt og smátt í einu þar til allt hefur blandast vel saman. Bætið vanilludropum og mjólk saman við og hrærið vel þar til kremið verður mjúkt og slétt. Setjið kremið í sprautupoka og sprautið kremi á hverja köku, skreytið að vild.

Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir