Menu
Trolls afmæliskaka

Trolls afmæliskaka

Þessi uppskrift dugar í eina hefðbundna skúffuköku en í Trolls-afmæliskökuna þarf að tvöfalda uppskriftina og nota tvo 24 cm form og tvö minni. Þá þarf jafnframt að fjórfalda uppskriftina að smjörkreminu fyrir Trolls-afmæliskökuna.

Innihald

12 skammtar

Skúffukaka:

egg
sykur
hveiti
dökkt kakó, frekar kúfaðar
lyftiduft
mjólk
brætt smjör

Smjörkrem:

smjör við stofuhita
flórsykur (500 g)
vanilludropar
mjólk (2-4 msk.)

Skúffukaka

  • Hitið ofninn í 180°C og smyrjið ofnskúffu að innan.
  • Þeytið egg og sykur saman þar til blandan verður ljós og létt, eða í um 5 mínútur.
  • Blandið hveiti, kakói og lyftidufti saman í skál og hrærið.
  • Bætið því saman við blönduna ásamt mjólkinni og brædda smjörinu og hrærið þar til allt hefur blandast vel saman.
  • Skafið vel hliðarnar á skálinni inn á milli til þess að allt blandist vel.
  • Hellið deiginu í ofnskúffuna og dreifið því jafnt með sleif.
  • Bakið í 20 mínútur eða þar til tannstöngull kemur hreinn upp úr miðju kökunnar.
  • Kælið kökuna áður en þið setjið smjörkremið ofan á.

Smjörkrem

  • Hrærið smjörið í hrærivélinni þangað til það er orðið mjúkt og létt.
  • Bætið smá og smá af flórsykrinum saman við og hrærið vel á milli.
  • Bætið því næst vanilludropunum saman við og mjólkinni.
  • Ef ykkur finnst kremið of þykkt bætið þið við mjólk og ef ykkur finnst það of þunnt bætið þá við flórsykri.
  • Mikilvægt er að hræra kremið mjög vel þegar maður ætlar að skreyta kökur því þá losnum við við alla smjörkekkina og kremið fær fallega áferð.
  • Því lengur sem þið hrærið því betra verður kremið.
  • Kremið verður hvítara því lengur sem það er hrært.
  • Svo er um að gera að lita það með öllum regnbogans litum.
Smjörkrem

Samsetning

  • Þegar þessi kaka var skreytt var notaður sprautustútur 1M, en það er hægt að nota hann á svo marga vegu.
  • Fyrst er kakan fest saman með smjörkremi, svona grunnlagi, svo er restinni af kreminu skipt í fjóra hluta og kremið litað með gel matarlitum t.d. bleikum, grænum, bláum og gulum matarlit (nauðsynlegt að nota gel liti og þeir fást t.d. í Allt í köku).
  • Þegar búið er að sprauta hliðarnar á kökunni er smjörkreminu blandað saman í einn sprautupoka og restin á kökunni skreytt.
  • Þannig er efri hlut kökunnar einnig skreyttur.
  • Svo þar sem þetta er Trolls kaka er upplagt að vera með þar til gert glimmer sem er blásið á hliðarnar.
  • Síðan er um að gera að skella nokkrum hressum Trolls köllum ofan á kökuna ásamt stjörnuljósi.

Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir