- +

Sítrónubollakökur með fersku sítrónukremi

Innihald
115 g smjör við stofuhita
200 g sykur
2 stk egg
2 tsk vanilludropar
190 g hveiti
2 tsk lyftiduft
¼ tsk salt
120 ml mjólk
2 stk sítrónur, börkur og safi

Sítrónukrem
250 g smjör við stofuhita
500 g flórsykur
2 msk mjólk
1 tsk sítrónudropar

Aðferð

Stillið ofninn á 180 gráðu hita og raðið bollakökuformum ofan í bökunarform og setjið á ofnplötu. Hrærið smjör og sykur saman þar til blandan verður ljós og létt. Bætið eggjum saman við einu í senn og hrærið vel á milli ásamt vanilludropum. Blandið hveiti, lyftidufti og salti saman í skál og bætið saman við deigið smátt og smátt í einu ásamt mjólkinni. Setjið því næst börkinn af sítrónunum ásamt safanum og hrærið þar til allt hefur blandast vel saman. Sprautið deiginu í bollakökuformin og passið að fylla þau ekki meira en 2/3 eða u 2 msk í hvert form. Bakið í 18-20 mínútur eða þar til tannstöngull kemur hreinn .þ.b. upp úr miðju kökunnar. Kælið kökurnar alveg áður en þið setjið krem á þær.

 

Sítrónukrem aðferð:

Hrærið smjörið þar til létt og ljóst. Blandið flórsykrinum saman við smátt og smátt í einu og hrærið vel á milli. Bætið mjólkinni saman við ásamt sítrónudropum og hrærið þar til allt hefur blandast vel saman og kremið er orðið mjúkt og slétt. Sprautið kreminu á hverja köku fyrir sig.

Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir