Menu
Regnbogakaka

Regnbogakaka

Falleg og góð regnbogakaka sem er frábær í afmæli og önnur skemmtileg tilefni. 

Innihald

1 skammtar

Kaka innihald:

sykur
smjör við stofuhita
hveiti
lyftiduft
Maldon sjávarsalt
egg
vanilludropar
mjólk

Smjörkrem - í þessa uppskrift þarf tvöfalda uppskrift

smjör við stofuhita
flórsykur
vanilludropar (eða það bragð sem þú vilt)
mjólk (2-4 msk)
ath þetta er einföld uppskrift að smjörkremi

Aðferð - botnar:

  • Matarlitir:
  • Gulur, appelsínugulur, grænn og blár, mikilvægt er að nota gel matarliti.
  • Hitið ofninn í 180°c og smyrjið tvö hringlaga eldföst mót að innan ca 22. cm. að stærð, setjið einnig smjörpappír í formin svo auðvelt verði að ná hverjum botni út forminu fyrir sig. Best er að notast við smelluform við þessa uppskrift.
  • Hrærið smjörið þangað til það er orðið ljós og létt. Bætið sykrinum svo smá og smá saman við og hrærið í rúmlega 2 mín.
  • Bætið eggjunum saman við einu í einu og hrærið vel á milli. Bætið svo vanilludropum saman við.
  • Blandið öllum þurrefnunum saman í skál og setjið saman við deigið smá og smá saman til skiptis við mjólkina.
  • Vigtið deigið í heild sinni og skiptið því svo jafnt í 4 skálar. Setjið smá matarlit í hverja skál eða þar til þú hefur náð þeim lit sem þú vilt hafa á kökunni. Hrærið deigið og matarlitinn vel saman. Hellið einum lit af deiginu í einu í bökunarformin með smjörpappír og bakið í rúmlega 10-15 mín. eða þar til tannstöngull kemur hreinn upp úr miðju kökunnar. Endurtakið þar til allir 4 botnarnir hafa verið bakaðir.
  • Setjið smjörpappír í formin svo auðvelt sé að taka botnana úr bökunarforminu, það er mikilvægt því botnarnir eru þunnir og það kemur í veg fyrir að þeir brotni.
  • Kælið kökurnar vel áður en þið setjið krem á kökuna.

Aðferð - krem:

  • Matarlitir: Hvítur og grænn. Mikilvægt er að nota gel matarliti.
  • Skraut: m&m poki.
  • Sprautustútur: Lítill stjörnustútur.
  • Hrærið smjörið í hrærivélinni þangað til það er orðið mjúkt og létt.
  • Bætið smá og smá af flórsykrinum saman við og hrærið vel á milli.
  • Bætið því næst vanilludropunum saman við og mjólkinni. Ef ykkur finnst kremið of þykkt bætið þið við mjólk og ef ykkur finnst það of þunnt bætið þá við flórsykri. Mikilvægt er að hræra kremið mjög vel þegar maður ætlar að skreyta kökur því þá losnum við við alla smjörkekkina og kremið verður með fallega áferð. Því lengur sem þið hrærið því betra verður kremið.
  • Skiptið kreminu til helminga og setjið matarlit saman við. Ég notaði hvítan matarlit til þess að fá fallegan hvítan lit og svo grænan til þess að skreyta. Notið endilega hugmyndarflugið og notið þá liti sem ykkur langar til.
  • Nánar:
  • Það fer rúmlega tvöföld uppskrift af smjörkremi á kökuna. Leggið botnana á diskinn þannig að botninn standi upp, þannig fáum við kökuna til þess að vera fallega í laginu og efsta lagið verður slétt sem gerir kökuna svo fína. Setjið smjörkrem á milli botnanna og setjið svo þunnt lag af kremi yfir kökuna alla, það er gert til þess að festa hana saman og er kallað “crumb coat”. Best er svo að setja kökuna inn í ísskáp í rúmar 30 mín. Smyrjið svo öðru lagi af kremi á kökuna og sléttið úr kreminu með hníf eða spaða.
  • Setjið lítinn stjörnustút í sprautupoka og setjið grænt smjörkrem í hann. Sprautið kreminu meðfram kökunni að neðan og ofan.
  • Búið til regnboga úr m&m að framan og setjið restina af m&m ofan á kökuna.
  • Kælið kökuna þar til smjörkremið hefur náð að storkna.

Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir