Menu
Einhyrningskaka með Oreo kremi

Einhyrningskaka með Oreo kremi

Falleg og dásamlega góð kaka í barnaafmælið.

Innihald

1 skammtar

Afmæliskaka innihald:

Egg
Sykur
Hveiti
Dökkt kakó, frekar kúfaðar skeiðar
Lyftiduft
Mjólk
Brætt smjör

Oreo krem á milli botnanna:

Smjör við stofuhita
Flórsykur
Vanilludropar, 2-3 tsk.
Oreo kexkökur, 8-10 stk.

Smjörkrem til skreytingar:

Smjör við stofuhita
Flórsykur (1 kg)
Vanilludropar
Mjólk (8-10 msk.)

Botnar

  • Hitið ofninn í 180°C og smyrjið ofnskúffu að innan.
  • Þeytið egg og sykur saman þar til blandan verður ljós og létt, eða í um 5 mínútur.
  • Blandið hveiti, kakói og lyftidufti saman í skál og hrærið. Bætið því saman við blönduna ásamt mjólkinni og brædda smjörinu og hrærið þar til allt hefur blandast vel saman.
  • Skafið vel hliðarnar á skálinni inn á milli til þess að allt blandist vel.
  • Hellið deiginu í þrjú 17 cm hringform og dreifið því jafnt með sleif.
  • Bakið í 20 mínútur eða þar til tannstöngull kemur hreinn upp úr miðju kökunnar.
  • Kælið kökuna í a.m.k. 3-5 mínútur áður en kremið er sett á milli botnanna og ofan á kökuna.

Oreo krem

  • Hrærið smjör þar til það verður ljóst og létt.
  • Bætið flórsykri saman við, litlu í einu og hrærið vel á milli.
  • Blandið vanilludropunum saman við og hrærið.
  • Hakkið Oreo kexkökurnar í matvinnsluvél þar til þær eru orðnar fínmalaðar og blandið þeim saman við kremið.
  • Hrærið þar til allt hefur blandast vel saman.
  • Ef ykkur finnst kremið vera of þykkt er hægt að bæta við það smá mjólk.

Vanillusmjörkrem

  • Hrærið smjörið í hrærivélinni þangað til það er orðið mjúkt og létt.
  • Bætið smá og smá af flórsykrinum saman við og hrærið vel á milli.
  • Bætið því næst vanilludropunum saman við og mjólkinni.
  • Ef ykkur finnst kremið of þykkt bætið þið við mjólk og ef ykkur finnst það of þunnt bætið þá við flórsykri.
  • Mikilvægt er að hræra kremið mjög vel þegar maður ætlar að skreyta kökur því þá losnum við við alla smjörkekkina og kremið fær fallega áferð.
  • Því lengur sem þið hrærið því betra verður kremið. Kremið verður hvítara eftir því sem það er hrært lengur. Svo er um að gera að lita það með öllum regnbogans litum.

Samsetning

  • Utan á kökuna fer hvítt krem en svo er restinni blandað við óskaliti afmælisbarnsins, t.d. þá sem sjást á meðfylgjandi mynd.
  • Litirnir eru síðan settir allir saman í einn sprautupoka með stút 1M og faxið sett á hestinn.
  • Brauðformið var keypt í næstu ísbúð og málað með gylltum lit.
  • Augu og augnhár skorin út úr sykurmassa en einnig hægt að gera með smartís, lakkrís eða hverju því sem ykkur dettur í hug.

Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir