Menu
Afmæliskaka með Oreo kremi

Afmæliskaka með Oreo kremi

Einföld og virkilega góð afmæliskaka með skúffukökubotni, fullt af Oreo og Oreo smjörkremi. Til að skreyta heila köku þarf að tvöfalda uppskriftina af kreminu.

Innihald

15 skammtar

Botn:

egg
sykur
hveiti
dökkt kakó
lyftiduft
mjólk
brætt smjör

Oreo krem:

smjör við stofuhita
flórsykur
rjómi frá Gott í matinn
vanilludropar
Oreo kexkökur

Skref1

  • Hitið ofninn í 180°C.
  • Þeytið egg og sykur saman þar til blandan verður ljós og létt, eða í um 5 mínútur.
  • Blandið hveiti, kakói og lyftidufti saman í skál og hrærið.
  • Bætið því saman við blönduna ásamt mjólkinni og brædda smjörinu og hrærið þar til allt hefur blandast vel saman.
  • Skafið vel hliðarnar á skálinni inn á milli til þess að allt blandist vel.
  • Skiptið deiginu jafnt í 3 vel smurð hringlaga kökuform, um 21 cm að stærð.
  • Bakið í 20 mínútur eða þar til tannstöngull kemur hreinn upp úr miðju kökunnar.
  • Mikilvægt er að kæla botnana alveg áður en kremið er sett á milli.

Skref2

  • Hrærið smjör þar til það verður ljós og létt.
  • Bætið flórsykrinum saman við, litlu í einu og hrærið vel á milli.
  • Blandið rjóma og vanilludropum saman við og hrærið vel.
  • Hakkið Oreo kexkökurnar í matvinnsluvél þar til þær eru orðnar fínmalaðar og blandið þeim saman við kremið. Hrærið þar til allt hefur blandast vel saman.

Skref3

  • Setjið krem á milli botnanna og smyrjið svo alla kökuna með kremi.
  • Skreytið með sprautustút 1M frá Wilton og heilum Oreo kexkökum.
  • Gott er að taka kökuna úr kæli 1-2 klst. áður en hún er borin fram svo hún verði mjúk og góð.

Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir