- +

Bananaskúffukaka með glassúr

Innihald:
3 stk egg
4 dl sykur
4 stk mjög þroskaðir bananar
150 g brætt smjör
1½ tsk lyftiduft
¾ tsk matarsódi
2 tsk vanillusykur
5 dl hveiti (5-6 dl)
3 msk mjólk

Glassúr
100 g brætt smjör
1 msk kakó
2 tsk vanillusykur
3 dl flórsykur (gæti þurft aðeins meira)
1 msk mjólk
rifinn kókos

Aðferð:

Ofnhiti 200 °C

Þeytið egg og sykur létt og ljóst.

Stappið bananana og hrærið þeim saman við eggin.

Bræðið smjörið. Blandið því saman við eggjablöndunina ásamt lyftidufti, matarsóda, hveiti, vanillu og mjólk.

Notið sleikju og hrærið öllu vel en varlega saman.

Hellið í smurða ofnskúffu (gott að hafa bökunarpappír í) og bakið í um 20 mínútur.

 

Glassúr

Bræðið smjörið og hellið í skál.

Blandið kakó, vanillu og flórsykur saman við og hrærið.

Hellið mjólk saman við og hrærið vel. Dreifið kreminu yfir kökuna þegar hún er kólnuð og stráið kókós yfir.

Höfundur: Thedóra J. Sigurðardóttir Blöndal