- +

Bananamúffur með kanil

Innihald:
200 g hveiti
1 tsk. lyftiduft
1 tsk. matarsódi
1 tsk. kanill
1 tsk. salt
3 vel þroskaðir bananar
160 g sykur
1 egg
1 tsk. vanilludropar
120 g smjör

Toppur:
50 g sykur
2 tsk. kanill

Aðferð:

Stillið ofninn á 180 gráður, setjið muffinsform ofan í bökunarform og setjið á ofnplötu.

Blandið öllum þurrefnum saman í skál og hrærið vel.

Setjið banana, sykur, egg, vanilludropa og bráðið smjör saman í skál og hrærið vel saman.

Blandið þurrefnunum varlega saman við og hrærið þangað til allt hefur blandast vel saman. Passið ykkur að hræra alls ekki of mikið svo kökurnar verði ekki seigar.

Setjið deigið í bökunarformin, um 2 msk. í hvert form.

Stráið 1 msk. af kanilsykri yfir hverja köku og hrærið honum saman við með tannstöngli.

Bakið kökurnar í 15 mínútur. 

Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir