- +

Appelsínu- og límónubitar

Innihald:
250 g smjör
1 stk límóna (lime)
1 stk appelsína
3 stk egg
3½ dl sykur
2 tsk vanilludropar eða vanillusykur
2½ dl hveiti

Aðferð:

1. Byrjaðu á því að finna bökunarform (ferkantað ef þú átt það). Smyrðu það eða klæddu það með bökunarpappír. Stillið ofninn á 150°C.

2. Smjörið er sett í pott og látið bráðna. Taktu það af hitanum og settu til hliðar.

3. Skolaðu límónuna og appelsínuna, rífðu börkinn af báðum ávöxtunum og kreistu safann úr þeim.

Settu til hliðar.

4. Þeyttu egg, sykur og vanillu þar til ljóst og létt.

5. Hrærðu hveitið saman við.

6. Blandaðu smjörinu saman við ásamt berkinum og safanum frá ávöxtunum.

7. Helltu deiginu í formið og bakaðu neðarlega í ofninum í 30-40 mínútur við 150°C.

8. Láttu kökuna kólna í forminu. Lyftu henni svo varlega upp úr forminu með því að kippa í bökunarpappírinn. Skerðu kökuna í fallega og frekar litla ferhyrninga og stráðu vel af flórsykri yfir þá áður en þú berð þá fram.

Höfundur: Theodóra J. Sigurðardóttir Blöndal