- +

Ananas marengsterta

Marengs:
8 stk. eggjahvítur
440 g sykur
1 tsk. lyftiduft
Matarlitur (grænn og gulur)

Fylling:
½ l rjómi frá Gott í matinn
1 stk. epli (brytjað í litla bita)
50 g ananas (skorinn smátt og vökvinn sigtaður)
3 stk. kókosbollur

Aðferð:

Eggjahvíturnar eru þeyttar og sykrinum blandað saman við smám saman þar til blandan er stífþeytt. 

Lyftidufti er blandað varlega saman við í restina. 

1/3 hluti marengsblöndunnar er settur í aðra skál og lituð með grænum matarlit. 

Hinn hlutinn er litaður með gulum matarlit. 

Ananasmót er teiknað á smjörpappír og gulu marengsblöndunni sprautað með frönskum sprautustút á pappírinn.

Græna marengsblandan er sett í sprautupoka og henni sprautað á  smjörpappírinn með rúnuðum sprautstúti eða engum stút. 

Marengsbotnarnir eru bakaðir við 130°C hita í 1 ½ klst. 

Rjóminn er þeyttur, eplin skorin í litla bita og ananasinn skorinn í bita, sigtaður og blandaður saman við rjómann. 

Rjómablandan er sett yfir marengsbotninn og kókósbollur kramdar yfir. Efri botninn er síðan settur yfir. 

Höfundur: Hjördís Dögg Grímarsdóttir