Menu
Klessusúkkulaðikaka með hafrakaramelluglassúr

Klessusúkkulaðikaka með hafrakaramelluglassúr

Ef þú hefur ekki tíma til að standa í stórræðum en langar í góða köku með kaffinu er þessi klárlega málið!

Innihald

1 skammtar

Klessusúkkulaðikaka:

smjör
egg
sykur
Salt á hnífsoddi
kakóduft
hveiti
síróp

Hafrakaramella:

smjör
sykur
síróp
rjómi
haframjöl
hveiti

Skref1

  • Taktu til kringlótt springform og settu í það bökunarpappír eða smyrðu það og stráðu í það t.d. kókósmjöli.
  • Bræddu smjörið í potti.
  • Þeyttu egg og sykur ljóst og létt.
  • Helltu smjörinu út í og blandaðu vel.
  • Mældu hin hráefnin og blandaðu þeim saman við eggjablönduna.
  • Hrærðu deigið vel og helltu í formið.

Skref2

  • Þá er það hafrakaramella.
  • Bræddu smjör í potti og blandaðu svo saman við hin hráefnin öll í einu.
  • Láttu suðuna koma upp og hrærðu í af og til. Karamellan þykknar mjög fljótt og þegar það gerist er kremið tilbúið.
  • Helltu kreminu yfir allt kökudeigið í forminu.
  • Bakaðu kökuna neðarlega í ofninum í 25-30 mínútur við 175°C.
  • Kakan er ljómandi góð beint úr ofninum en hún stendur einnig fyrir sínu daginn eftir.

Höfundur: Theodóra J. Sigurðardóttir Blöndal