Menu
Kjúklingur í sveppasósu með beikonbitum og blaðlauk

Kjúklingur í sveppasósu með beikonbitum og blaðlauk

Frábær kjúklingaréttur sem verður mögulega þinn uppáhalds þegar þú ert búin/n að smakka!

Innihald

1 skammtar
bakki kjúklingalundir
bréf beikon
bakki sveppir
hreinn rjómaostur frá Gott í matinn
rjómi frá Gott í matinn
Villisveppaostur
Íslenskt smjör til steikingar
Steinselja
Blaðlaukur

Skref1

  • Takið fram tvær pönnur (eina litla og aðra stóra).
  • Steikið kjúklinginn upp úr íslensku smjöri þar til hann er orðinn gylltur á litinn.
  • Steikið beikonið á minni pönnunni þar til það er orðið stökkt og hellið yfir kjúklinginn.
  • Hellið rjómanum yfir kjúklinginn og beikonið.
  • Setjið Villisveppaostinn og rjómaostinn út í rjómann og látið bráðna.

Skref2

  • Smjörsteikið sveppina á litlu pönnunni þar til þeir eru farnir að brúnast og hellið út á stærri pönnuna.
  • Steikið blaðlaukinn á vægum hita á litlu pönnunni og bætið við smá íslensku smjöri (óþarfi að þrífa pönnuna á milli). Þegar blaðlaukurinn er orðinn mjúkur er honum bætt út á stærri pönnuna með öllum hinum hráefnunum.
  • Setjið steinselju yfir réttinn í lokin áður en þið berið hann fram. 

Höfundur: Tinna Alavis