Menu
Kjúklingur í rjómasósu með aspas og beikoni

Kjúklingur í rjómasósu með aspas og beikoni

Ilmurinn úr eldhúsinu er svo sannarlega lokkandi á meðan þessi réttur er í vinnslu. Þessi hefur slegið í gegn hjá Gígju matgæðingi og mun vonandi gera það hjá ykkur líka!

Uppskriftin dugar fyrir tvo fullorðna og tekur um 30 mínútur að matreiða.

Innihald

1 skammtar
kjúklingabringur
sólþurrkaðir tómatar (lítil krukka)
hvítlauksrif
matreiðslurjómi
mozzarella ostur
beikonsneiðar
ferskur aspas
hrísgrjón
fersk basilíka að vild
salt og pipar
paprikukrydd og cayanne pipar

Skref1

  • Ofninn hitaður í 200°C á blæstri.
  • Á pönnu fer smátt skorinn hvítlaukurinn og skornir sólþurrkaðir tómatar (án olíunnar) og það látið ristast á pönnu í um 5 mínútur.
  • Þá eru tómatarnir teknir af pönnunni og kjúklingurinn settur á og hann steiktur þar til hann er eldaður í gegn (um 7 mínútur á hvorri hlið)
  • Inn í ofn fer aspasinn og beikonið í 15-20 mínútur. Aspasinn er penslaður með olíu og kryddaður með salti og pipar.
  • Grjónin soðin eftir leiðbeiningum á kassa.
Skref 1

Skref2

  • Þegar kjúklingurinn er eldaður í gegn er hann tekinn af pönnunni og rjómanum, mozzarellaostinum, tómötunum og basilíkunni skellt á pönnuna ásamt skvettu af cayanne pipar og paprikukryddi (fer eftir því hvað þið viljið hafa réttinn sterkan) og látið malla þar til osturinn er bráðnaður.
  • Þá er kjúklingnum bætt úti, grjónunum, aspasinum og smátt skornu beikoni blandað saman við og rétturinn þar með tilbúinn.

Höfundur: Gígja S. Guðjónsdóttir