Menu
Kjúklinga enchiladas

Kjúklinga enchiladas

Þessi réttur er í miklu uppáhaldi hjá Gott í matinn teyminu og ef þú hefur ekki smakkað hann nú þegar er ekki eftir neinu að bíða!

Innihald

1 skammtar
ólífuolía
rauðlaukur
rautt chili
rauðar paprikur
hvítlauksrif
salt og pipar
kjúklingabringur
niðursoðnir tómatar
tómatpúrra
Mexíkóostur
vatn
kóríander
tortilla kökur
rifinn mozzarella frá Gott í matinn
sýrður rjómi frá Gott í matinn
salsa

Skref1

  • Hitið olíu á pönnu, skerið niður grænmetið.
  • Steikið laukinn í smá stund, bætið papriku og chili út á pönnuna.
  • Pressið hvítlauksrif og bætið þeim einnig út á pönnuna.
  • Skerið kjúklingabringurnar í bita og bætið út á pönnuna.
  • Hellið tómötum og tómatmauki saman við.
  • Skerið mexíkóostinn í litla bita eða rífið niður, setjið ostinn á pönnuna og hrærið.
  • Bætið smávegis af vatni saman við og leyfið þessu að malla í nokkrar mínútur.
  • Kryddið til með salti, pipar og smátt söxuðum kóríander.

Skref2

  • Setjið tortillakökur í eldfast mót, fyllið þær með kjúklingablöndunni og rúllið upp.
  • Sáldrið rifnum mozzarella yfir.
  • Bakið við 180°C í ca. 20-25 mínútur eða þar til osturinn er gullinbrúnn.
  • Berið fram með sýrðum rjóma, salsa, ferskum kóríander (má sleppa) og gjarnan nachosflögum.

Höfundur: Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir