- +

Svínalundir með hnetu og rjómaostfyllingu og með epla og appelsínu jógúrt salati

Svínalundir
olía til steikingar
salt og nýmulinn svartur pipar
800 g svínalundir (800-1000 g)

Fylling
salt og nýmulinn svartur pipar
100 g pecanhnetur
125 g rjómaostur með kryddblöndu
2 dl brauðraspur
10 stk. græn piparkorn
1 stk. egg

Sósa
5 dl matreiðslurjómi
125 gr rjómaostur með kryddblöndu
125 gr rjómaostur með svörtum pipar
1½ dl appelsínusafi
1 dl soð (eða vatn og kraftur)

Salat
2 stk. appelsínur (appelsínulaufin skorin út)
2 stk. epli skorin í bita
350 g grísk jógúrt
½ tsk.kanill
2 msk. flórsykur

Aðferð:

Svínalundir aðferð:
Hreinsið sinarnar af grísalundunum. Stingið sleifarskafti inn í hverja lund til að búa til pláss fyrir fyllinguna.

 

Fylling aðferð:
Setjið pecanhnetur í matvinnsluvél og maukið örlítið, bætið í restinni af hráefnunum og maukið saman. Kryddið með salti og pipar.
Sprautið fyllingunni inn í lundirnar gott er að nota sprautupoka.
Brúnið lundirnar í olíu á pönnu og setjið í ofn. Bakið við 170°C í u.þ.b. 15-20 mínútur. 

Sósa aðferð:
Sjóðið allt saman og þykkið eftir þörfum.

Salat aðferð:
Hrærið saman gríska jógúrt, kanil, appelsínusafan úr útskornu appelsínunum og flórsykur. Bætið í eplum og appelsínum. Hrærið vel saman.

Höfundur: Árni Þór Arnórsson