Menu
Milanese með spældu eggi

Milanese með spældu eggi

Kjöt í raspi á ítalska vegu borið fram með eggi a la Jamie Oliver!

Innihald

3 skammtar

Hráefni

meðalstórar svínakótilettur (m.v. tvær á mann)
stór egg
brauðmylsna
hveiti
rifinn parmesanostur
ólífuolía
salt og svartur pipar
spælt egg á mann

Aðferð

  • Snyrtið kótiletturnar fallega, losið þær við beinið og berjið þær niður þannig að kjötið verði frekar þunnt. Veltið þeim upp úr hveiti og hristið það vel af. Þá upp úr eggi og loks raspi. Náið góðu lagi af raspinu, það skiptir máli.
  • Steikið sneiðarnar í ólífuolíu á meðalheitri pönnu í 5-7 mínútur, allt eftir stærð og þykkt sneiðanna. Saltið örlítið og piprið.
  • Spælið eitt egg á mann. Leggið milanese-sneið á disk, eggið yfir, rífið parmesan yfir að lokum og berið fram. Ekki verra að hafa brakandi fersk salat með.
  • *Milanese er gjarnan borðað með soðnu grænmeti og kartöflustöppu. Einnig er það mjög gott með spagettíi og heimalagaðri tómatsósu.

Höfundur: Halla Bára Gestsdóttir