- +

Mexíkóskar tortillur með snöggsteiktu kjöti, maís, tómötum og papriku

Mexíkóskar tortillur
tómatsalsa, sterk eða mild eftir smekk
salt og pipar
olía
sýrður rjómi með hvítlauk eða kryddjurtum
8 tortillakökur
250 g biti af meyru kjöti, t.d. svínalund
100 g maískorn, frosið eða niðursoðið
4 stk tómatar, vel þroskaðir, saxaðir
1 stk rauð paprika, söxuð
200 g rifinn mozzarellaostur
50 g rifinn piparostur
8 álpappírsferningar

Aðferð:
Hitið ofninn í 200C. Skerið kjötið í litlar, þunnar ræmur og krydda með pipar og salti. Snöggsteikið þær á mjög heitri pönnu í svolítilli olíu í 2-3 mínútur og hrærið oft á meðan. Raðið tortillakökunum á vinnuborð og dreifið kjöti, maís, tómötum, papriku, mozzarellaosti og piparosti á hverja köku og dreypið 1-2 msk af salsa yfir. Vefjið kökurnar upp og vefjið álpappírsbút þétt utan um hverja köku. Raðið vefjunum á bökunarplötu og bakið í 5-8 mínútur, eða þar til vefjurnar eru heitar í gegn og osturinn farinn að bráðna. Takið þær þá út, takið álpappírinn gætilega utan af og berið vefjurnar fram með meiri salsa og sýrðum rjóma, ásamt salatblöðum.

Höfundur: Nanna Rögnvaldsdóttir