- +

Hamborgarhryggur með appelsínurjómasoðnum sætum kartöflum og rauðvínssósu

Hamborgarhryggur
1,6 kg hamborgarahryggur með beini
2½ lítrar vatn eða svo fljóti vel yfir
3 dl rauðvín
1 stk meðalstór laukur saxaður gróft
2 stk gulrætur skornar í sneiðar
100 g sellerírót skorin í bita

Rauðvínssósa
kjötkraftur
salt og pipar
sósulitur
50 g smjör
45 g hveiti
6 dl soð úr pottinum (6-8 dl)
50 g laukur
50 g sveppir
2 msk rifsberjasulta
2 dl matreiðslurjómi

Sætar kartöflur
salt og nýmalaður svartur pipar
1 kg sætar kartöflur
50 g smjör
1 tsk rósmarín
125 g rjómaostur með appelsínulíkjör
1 dl appelsínusafi
2½ dl matreiðslurjómi

Aðferð:

 

Hryggur aðferð.
Setjið hamborgarhrygginn í vatn ásamt grænmetinu og rauðvíninu. Látið suðuna koma upp við vægan hita og sjóðið í u.þ.b. 40 mínútur.Takið af hellunni og látið standa í soðinu í 1 tíma.
Skerið í sneiðar á fat.
Sósa aðferð:
Bræðið smjörið og setjið út í saxaðan lauk og saxaða sveppi setjið hveitið saman við. Lagið smjörbollu. hellið saman við soðinu ásamt rauðvíni. Bætið við rifssultu og matreiðslurjóma og bragðbætið með svínakrafti, salti og pipar, að lokum litið með sósulit.
Kartöflur aðferð:
Skerið sætu kartöflurnar í teninga og steikið örlítið í smjörinu. Bætið saman við rósmarín og hellið appelsínusafanum yfir. Þar næst setjið matreiðslurjómann á pönnuna og látið sjóða vel saman. Bætið loks við rjómaostinum með appelsínulíkjörnum og kryddið með salti og nýmuldum svörtum pipar.

Höfundur: Árni Þór Arnórsson